Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var eðlilega allt annað en sáttur við sitt lið eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í gær. Þetta var annað stóra tap ÍA í siðustu þremur leikjum; liðið tapaði 5-0 gegn KR fyrir tveimur vikum, vann svo góðan sigur á KA á heimavelli en tapaði aftur með fimm mörkum í gær. Í annað sinn á stuttum tíma brotnar ÍA liðið í mótlæti.
Jón Þór var ósáttur við mjög margt í leik sinna manna og fór yfir það í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Jón Þór var ósáttur við mjög margt í leik sinna manna og fór yfir það í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 1 ÍA
Árni Marinó Einarsson í marki ÍA, leit sérstaklega illa út í einu marki Valsara. Jón Þór var spurður hvort hann væri sérstaklega ósáttur við hann, varnarleikinn, eða liðsheildina í heild.
„Ég er bara ósáttur við alla, alla sem komu að þessum leik í dag, þar á meðal sjálfan mig. Ég er bara hundfúll."
Þurfið þið að gera margt á æfingasvæðinu til að breyta þessu?
„Ekki bara á æfingasvæðinu, ég held að menn þurfi bara að fara heim til sín og horfa aðeins í spegil; hver djöfullinn er í gangi og hvernig menn ætla að hafa þetta helvítis sumar. Við eigum leik í bikarnum á miðvikudaginn þannig það er ekki bara æfingasvæðið í vikunni. Menn verða að gjöra svo vel og gera það upp við sig hvernig þeir ætla að hafa þetta tímabil, því eins og er erum við bara í bullandi fallbaráttu og þurfum að rífa okkur upp úr því," sagði Jón Þór.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir