Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 11. maí 2025 12:50
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 2. umferðar - Hrikalega öflugur í slagveðrinu í Breiðholti
Lengjudeildin
Ibrahima Balde var hrikalega öflugur gegn Leikni.
Ibrahima Balde var hrikalega öflugur gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rafael Máni skoraði tvö í Grindavík.
Rafael Máni skoraði tvö í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert lið er með fullt hús í Lengjudeildinni að loknum tveimur umferðum. Það var tilfinningarík stund í Grindavík þegar leikið var í bænum í fyrsta sinn í um átján mánuði. Fjölnir kom í heimsókn og niðurstaðan varð 3-3 í stórskemmtilegum leik.

Dómnefnd Fótbolta.net hefur valið úrvalslið 2. umferðar Lengjudeildarinnar en það var strembið verk enda margir sóknarsinnaðir leikmenn sjóðheitir.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Ibrahima Balde var gríðarlega öflugur við erfiðar aðstæður þegar Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í Breiðholtinu. Éljagangur og hávaðarok voru stóran hluta leiksins en Þorpararnir voru klárir í baráttuna með Balde sem lykilmann. Hann átti tvær stoðsendingar.



Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði tvívegis, Orri Sigurjónsson er einnig í liði umferðarinnar og Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.

Njarðvík er á toppi deildarinnar á markatölu eftir 5-1 sigur gegn Völsungi. Oumar Diouck var maður leiksins með tvö mörk og stoðsendingu. Dominik Radic skoraði og lagði upp.

Pablo Aguilera Simon skoraði annað mark Fylkis í 2-0 sigri gegn Selfossi. Ragnar Bragi Sveinsson er einnig í liði umferðarinnar.

Marc McAusland varnarmaður ÍR skoraði í 1-1 jafntefli gegn HK í Kórnum og Þróttur vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur gegn Keflavík. Þórhallur Ísak Guðmundsson og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal eru fulltrúar Þróttar í liðinu.

Þá er Rafael Máni Þrastarson í liði umferðarinnar eftir 3-3 jafntefli Fjölnis gegn Grindavíkur. Rafael skoraði tvívegis og komst nálægt þrennunni.

Fyrri úrvalslið:
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
3.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
Athugasemdir
banner