Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. júlí 2022 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Tristan Guðjohnsen að ganga í raðir Malmö
Daníel Tristan Guðjohnsen
Daníel Tristan Guðjohnsen
Mynd: Real Madrid
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen er að ganga í raðir sænska félagsins Malmö en þetta segir Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, á Twitter í kvöld.

Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006.

Hann er uppalinn á Spáni og spilaði með unglingaliði Barcelona áður en hann færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum.

Arnar Laufdal segir frá því á Twitter að Daníel Tristan sé að ganga í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö og mun hann fljúga til Svíþjóðar í nótt og skrifa undir hjá liðinu á morgun.

Daníel á að baki sjö landsleiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands og gert eitt mark.

Sveinn Aron, elsti bróðir Daníels, spilar með Elfsborg í Svíþjóð og þá er Andri Lucas á leið til Norrköping.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, er þjálfari Malmö, sem situr í 5. sæti sænsku deildarinnar. Malmö mætir Víkingi R. á morgun í seinni leik liðanna í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner