Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 11. september 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Stórleikur fyrir norðan og fallbarátta í Krikanum
KR getur tryggt sér sæti í efri hlutanum
KA og Breiðablik eigast við fyrir norðan.
KA og Breiðablik eigast við fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður spennandi fallbaráttuslagur í Kaplakrika.
Það verður spennandi fallbaráttuslagur í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Næstsíðasta umferð Bestu deildarinnar fyrir tvískiptingu fer fram í dag, 21. umferðin. Allir leikirnir hefjast klukkan 14.

Breiðablik er með níu stiga forystu á toppnum og mætir KA sem er í þriðja sæti á Akureyri. Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, verður ekki með í leiknum vegna leikbanns.

Það verður fallbaráttuslagur í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti ÍA. Skagamenn senda FH-inga niður í fallsæti með sigri.

KR fær Stjörnuna í heimsókn en Garðbæingar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Ef KR vinnur en hvorki Keflavík né Fram ná sigri þá er KR öruggt með að enda í efri hlutanum fyrir skiptinguna.

Fram heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll og Keflavík tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Þrír leikmenn Vals verða í banni þegar liðið heimsækir botnlið Leiknis í Breiðholtið. Það eru þeir Aron Jóhannsson, Haukur Páll Sigurðsson og Sebastian Hedlund.

Þá er einn leikur í Bestu deild kvenna í dag en hér má sjá leiki dagsins:

sunnudagur 11. september

Besta-deild karla - Fyrstu 22 umferðirnar
14:00 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
14:00 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
14:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
14:00 ÍBV-Fram (Hásteinsvöllur)
14:00 Keflavík-Víkingur R. (HS Orku völlurinn)
14:00 Leiknir R.-Valur (Domusnovavöllurinn)

Besta-deild kvenna
16:15 Selfoss-Stjarnan (JÁVERK-völlurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 Grindavík-HK (Grindavíkurvöllur)

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner