Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 11. september 2023 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnir Íslands: Frábær sigur gegn Bosníu
Icelandair
Hákon var maður leiksins.
Hákon var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson og Mikael Anderson.
Jóhann Berg Guðmundsson og Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnór Ingvi var góður.
Arnór Ingvi var góður.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland vann frábæran sigur gegn Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Rúnar Alex Rúnarsson - 7
Gerði sitt vel. Varði vel þegar hann þurfti að gera það og kom boltanum yfirleitt frekar vel frá sér.

Alfons Sampsted - 6
Flottur leikur hjá Alfons, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

Guðlaugur Victor Pálsson - 7
Stóð sína plikt vel í hjarta varnarinnar. Miklu betra en í Lúxemborg.

Hjörtur Hermannsson - 8
Kom inn í vörnina fyrir Hörð sem var í banni og átti afbragðs leik. Var með Dzeko í góðri gæslu.

Kolbeinn Finnsson - 6
Fínn gluggi hjá Kolbeini, flott frammistaða í dag.

Mikael Neville Anderson - 6
Fínn leikur hjá Mikael og var sérstaklega góður varnarlega í seinni hálfleik. Hefði mátt klára færi sitt betur í seinni hálfleiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson - 6
Fyrirliðinn gerði sitt vel en hefði mátt vera enn meira í boltanum.

Arnór Ingvi Traustason - 7
Hefur komið sterkur inn í liðið að undanförnu. Er einn besti miðjumaður sænsku úrvalsdeildarinnar og maður sér það í hans leik.

Willum Þór Willumsson - 6
Hann er líkamlega sterkur og það hjálpar liðinu mikið.

Hákon Arnar Haraldsson - 8 (maður leiksins
Skilaði sínu vel. Hljóp gríðarlega mikið fyrir liðið og það var svo hætta í kringum hann. Steig upp í seinni hálfleik og átti stóran þátt í sigurmarkinu.

Orri Steinn Óskarsson - 7
Fyrsti byrjunarliðsleikur hans með landsliðinu og hann stóð sig mjög vel. Hefðum alveg mátt koma honum í eitt færi eða svo, en hann vann mikið fyrir liðið og var góður í tengispilinu.

Varamenn:
Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Alfreð Finnbogason - 8
Athugasemdir
banner
banner