Bournemouth hefur lánað franska miðjumanninn Romain Faivre til sádi-arabíska félagsins Al Taawoun út tímabilið.
Faivre, sem er 27 ára gamall, kom til Bournemouth sumarið 2023 og spilaði fyrri hluta tímabilsins með enska liðinu, en hefur síðan þá verið á láni hjá Lorient og nú síðast Brest.
Hann var sendur í þriðja sinn á lán í gær en í þetta sinn til Al Taawoun í Sádi-Arabíu.
Sádi-arabíska félagið greiðir laun franska miðjumannsins og á möguleika á að kaupa hann fyrir 8,7 milljónir punda á meðan lánsdvölinni stendur.
????? ?? ??????? ???? ????????#???_???? ???? pic.twitter.com/6hWDoL19rM
— ???? ??????? ??????? (@AltaawounFC) September 10, 2025
Athugasemdir