Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábærum ferli Gauja Lýðs að ljúka
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðjón Pétur Lýðsson mun líklega spila sinn síðasta alvöru leik á fótboltaferlinum á laugardag þegar Haukar mæta Kára í 2. deild.

Guðjón Pétur, sem er 37 ára, á frábæran feril að baki. Hann segir í samtali við Fótbolta.net að alvöru fótboltaferlinum sé líklega lokið en hann gæti mögulega hoppað til í neyð næsta sumar og spilað með bræðrum sínum á Álftanesi. Hann segist stoltur af þeim ferli sem hann hefur átt.

Hann ólst upp á Álftanesi en steig fyrst upp í meistaraflokkinn með Haukum. Hann var virkilega góður fyrir Hauka þegar liðið komst upp í efstu deild árið 2009, spilaði hann þá 21 leik og skoraði fjögur mörk þegar Haukaliðið fór upp.

Hann vakti svo mikla athygli fyrir góða frammistöðu með Haukum í efstu deild sumarið 2010 og fór í kjölfarið í Val. Hann lék afar vel með Valsmönnum sumarið 2011 og var lánaður til Helsingborg þar sem hann varð sænskur meistari.

Hann hefði líklega farið út í atvinnumennsku í byrjun árs 2012 ef hann hefði ekki greinst með sáraristilbólgur. Hann spilaði því áfram í efstu deild á Íslandi og var um árabil einn besti miðjumaður efstu deildar á Íslandi.

Guðjón Pétur varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari.

Hann spilaði mest af fyrir Val í efstu deild en spilaði einnig fyrir Breiðablik, Stjörnuna, KA, ÍBV og Grindavík.

Síðustu tvö tímabil hefur hann svo leikið með Haukum, þar sem þetta allt byrjaði.
Athugasemdir
banner