Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 11. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum samherji Alberts eltir peningana (Staðfest)
Yacine Adli er farinn til Sádi-Arabíu
Yacine Adli er farinn til Sádi-Arabíu
Mynd: Fiorentina
Franski miðjumaðurinn Yacine Adli er genginn til liðs við Al Shabab í Sádi-Arabíu en hann kemur til félagsins frá AC Milan.

Adli er 25 ára gamall og spilað á Ítalíu síðustu fjögur árin.

Hann er uppalinn hjá Paris Saint-Germain en fór þaðan til Bordeaux áður en kallið kom frá Milan.

Miðjumaðurinn spilaði tvö tímabil með Milan en var síðan lánaður til Fiorentina á síðustu leiktíð þar sem hann lék við hlið Alberts Guðmundssonar.

Nú er hann farinn til Al Shabab í Sádi-Arabíu en kaupverðið nemur um 7 milljónum evra.

Hann er annar franski miðjumaðurinn sem Al Shabab kaupir í þessum glugga, en fyrr í glugganum sótti félagið Vincent Sierro frá Toulouse.


Athugasemdir
banner
banner