Enska fótboltasambandið tilkynnti í morgun að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi verið ákært fyrir 74 brot er snúa að reglum um notkun umboðsmanna og milliliða.
Brotin áttu sér stað á milli 2009 og 2022, þegar Roman Abramovich var eigandi félagsins.
Brotin áttu sér stað á milli 2009 og 2022, þegar Roman Abramovich var eigandi félagsins.
Í yfirlýsingu Chelsea segir félagið að það hafi sjálft tilkynnt málið til enska fótboltasambandsins. Núverandi eigendur hafi komist að því að mögulega hafi ekki allt verið með feldu í bókhaldi félagsins.
„Við munum halda áfram að vinna með enska fótboltasambandinu til að hægt verði að komast sem fyrst að niðurstöðu," segir í yfirlýsingu Chelsea.
Chelsea hefur til 19. september til að svara fyrir þessar ákærur.
Athugasemdir