Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eru með auga á spænska undrabarninu Pedro Fernandez sem er á mála hjá Barcelona á Spáni.
Fernandez er 17 ára gamall miðjumaður og er rísandi stjarna í akademíu Barcelona.
Fichajes segir hann færast nær því að spila sinn fyrsta leik með aðalliði Börsunga.
Samkvæmt miðlinum eru Liverpool, Chelsea og Manchester City öll að fylgjast með stöðu mála hjá honum, og að Manchester United ætlaði sér í baráttuna, en félagið sér hann sem framtíðar arftaka Bruno Fernandes.
Fernandes skoraði í síðasta æfingaleik Barcelona á undirbúningstímabilinu og hefur verið á bekknum í öllum deildarleikjum liðsins á tímabilinu.
Samningur hans við Barcelona rennur út árið 2027, en það verður erfitt að sjá hann yfirgefa uppeldisfélagið. Það þyrfti alla vega eitthvað mikið til.
Athugasemdir