Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 11. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Portúgalskur landsliðsmaður skiptir um lið í Sádi-Arabíu
Mynd: Al Qadsiah
Portúgalski leikmaðurinn Otavio hefur fært sig um set í Sádi-Arabíu en hann er kominn til Al Qadsiah frá Al Nassr.

Otavio er þrítugur sóknartengiliður sem hefur spilað með Al Nassr síðustu tvö tímabil.

Hann gerði garðinn frægan hjá Porto þar sem hann vann sér sæti í A-landsliði Portúgal áður en hann skipti yfir til Al Nassr.

Á þessum tveimur tímabilum skoraði hann 12 mörk fyrir Al Nassr, en nú er hann kominn til keppinauta þeirra í Al Qadsiah.

Otavio gerði tveggja ára samning með möguleika á að framlengja um annað ár.


Athugasemdir
banner