Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reyna allt til að losna við Martial
Mynd: EPA
Gríska félagið AEK í Aþenu vill ekki frekar en að losna við Anthony Martial og hefur þegar, samkvæmt frönskum fjölmiðlum, boðið sex félögum að kaupa franska framherjann.

Martial verður þrítugur í desember og kom til AEK frá Manchester United fyrir um ári síðan. Hann kom við sögu í 23 leikjum á síðasta tímabili og skoraði níu mörk; sjö í deildinni og tvö í bikar.

Það eru viðræður í gangi við mexíkóska félagið PUMAS um kaup á Martial. Viðræðurnar eru nokkuð flóknar þar sem Martial vill halda sínum háu launum, hann er með 2,5 milljónir evra í árslaun eftir skatt.

Martial byrjaði vel hjá AEK en svo féll hann í gamla farið, sýndi lélega frammistöðu og lenti í meiðslum, fékk rautt spjald gegn Olympiakos og menn fóru að missa þolinmæðina.

Í vor var hann orðaður við Tyrkland og núna vill AEK ekkert frekar en að losna við Frakkann. Eini leikurinn hans til þessa á tímabilinu var gegn Hapoel Beer Sheva 24. júlí í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Martial á tvö ár eftir af samningi sínum við AEK. Mexíkóska félagið er ekki tilbúið að greiða honum sömu laun og í Grikklandi og Martial vill ekki taka á sig launalækkun. Glugginn í Mexíkó lokar á laugardag.
Athugasemdir
banner