Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 10:00
Kári Snorrason
Shaktar hyggst kæra úkraínska fótboltasambandið vegna máls Mudryk
Mynd: EPA
Úkraínska félagið Shakhtar Donetsk hyggst kæra úkraínska fótboltasambandið vegna máls Mykhailo Mudryk, ef það verður verður staðfest að Mudryk hafi fengið efnin sem hann er í banni vegna meðan hann var í æfingabúðum landsliðsins.

Shakhtar heldur því fram að vegna mögulegs leikbanns muni félagið missa af allt að 30 milljóna evra bónusgreiðslum frá Chelsea fyrir leikmanninn.

Mudryk hefur ekkert spilað með Chelsea eftir að málið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann er sakaður um að hafa tekið lyfið meldonium en hann neitar að hafa tekið það visvítandi.

Úkraínskur fjölmiðlamaður greinir frá tíðindunum, en hann fullyrðir jafnframt að Mudryk hafi fengið efnið í sprautu sem hann fékk frá úkraínska sjúkraþjálfaranum í landsliðsverkefni.

Ef Mudryk verður dæmdur sekur gæti hann fengið allt að fjögurra ára bann frá fótbolta.

Chelsea greiddi 62 milljónir punda fyrir leikmanninn sem gekk til liðs við félagið í janúar 2023.



Athugasemdir
banner