Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 11. nóvember 2024 10:24
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan telur 58% líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari
Það eru meiri líkur en minni að Liverpool verði Englandsmeistari þetta tímabilið en Ofurtölva Opta reiknar út 58,3% líkur á því að liðið landi titlinum. Fyrir tímabilið voru líkurnar 5,1%.

Liverpool er aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er með fimm stiga forystu í deildinni eftir ellefu leiki. Hin fimm liðin unnu öll titilinn á endanum, þar á meðal Liverpool tímabilið 2019-20.

Ofurtölvan telur aðeins 38% líkur á því að Manchester City vinni fimmta meistaratitil sinn í röð en City tapaði gegn Brighton á laugardagskvöld. Strax á eftir spilaði Liverpool og vann Aston Villa.

Arsenal, sem gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea, er talið eiga 3,5% líkur. Chelsea er með 0,2% og önnur lið eru með 0%.

„Ég myndi ekki afskrifa neitt lið sem er við toppinn eins og staðan er. Liverpool mun hiksta á einhverjum tímapunkti og mun lenda í meiðslavandræðum eins og öll önnur lið," segir Theo Walcott, fyrrum sóknarmaður Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner