Bjarni Aðalsteinsson mun yfirgefa KA og spila með liði í dönsku C-deildinni á næstu leiktíð, félagið greindi frá tíðindunum fyrir skömmu en upplýsti ekki hvaða félag hann gengur til liðs við.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fer Bjarni til Roskilde. Liðið er í þriðja sæti dönsku C-deildarinnar nú þegar deildin er hálfnuð. Roskilde féll úr fyrstu deildinni í vor.
Bjarni er 26 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá KA, hann hefur spilað 149 leiki fyrir félagið. Hann spilaði 26 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Bjarni bjó í Danmörku síðasta vetur ásamt kærustu sinni sem er í námi í Danmörku.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fer Bjarni til Roskilde. Liðið er í þriðja sæti dönsku C-deildarinnar nú þegar deildin er hálfnuð. Roskilde féll úr fyrstu deildinni í vor.
Bjarni er 26 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá KA, hann hefur spilað 149 leiki fyrir félagið. Hann spilaði 26 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Bjarni bjó í Danmörku síðasta vetur ásamt kærustu sinni sem er í námi í Danmörku.
Tilkynning KA:
Bjarni Aðalsteinsson mun spila með liði í dönsku C-deildinni á komandi sumri. Hann dvaldi í Danmörku síðasta vetur með kærustu sinni, sem er þar við nám, og hefur ákveðið að vera þar að minnsta kosti næsta árið. Hann mun því ekki spila með KA liðinu næsta sumar.
Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samkomulagi við félagið. Hann lofar Bjarna fyrir frábæran tíma hjá KA, allt frá yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Bjarni hefur átti stóran þátt í góðum árangri liðsins undanfarin ár. Á þessum tíma var Bjarni lykilleikmaður í baráttu liðsins hér heima fyrir sem og í Evrópukeppnum og er handhafi bikarmeistaratitilsins 2024
Við óskum honum góðs gengis í næstu skrefum erlendis en dyr KA standa Bjarna ætíð opnar aftur.
Athugasemdir

