Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 12. janúar 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allt í kringum liðið heillaði mjög mikið - Danskan alls ekki klár
Kristín Dís Árnadóttir
Kristín Dís Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt um helgina að Kristín Dís Árnadóttir væri á leið til danska liðsins Bröndby frá Breiðabliki. Hún skrifar undir tveggja ára samning.

Hún var til viðtals hjá Fótbolta.net í gær þar sem hún sagðist hafa bara heyrt gott um félagið frá Barbáru sem var þar á láni frá Selfossi.

„Ég talaði aðeins við Barbáru sem var á láni frá Selfoss. Hún talaði mjög vel um félagið. Ég er búin að vera í sambandi við sport managerinn hjá þeim sem heillaði mig mjög mikið og allt í kringum liðið."

Hún var einnig spurð hvernig hún væri í dönskunni.

„Alls ekki, alls ekki, smá úr grunnskóla en ég hef heyrt að þetta sé allt annað. Það kemur í ljós," sagði Kristín hlæjandi.


Erfitt að fara eftir átján ár - „Rétta skrefið í átt að einhverju stærra"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner