Hollenski markvörðurinn Guy Smit er genginn til liðs við KR.
Þessi 27 ára gamli markvörður kom fyrst hingað til lands árið 2020 og spilaði með Leikni í Lengjudeildinni og efstu deild sumarið eftir.
Hann gekk til liðs við Val árið 2022 og spilaði 10 leiki í efstu deild en var lánaður til ÍBV á síðustu leiktíð þar sem hann lék 18 leiki með Eyjaliðinu.
Gregg Ryder þjálfari KR greindi frá því í útvarpsþætti Fótbolta.net í síðasta mánuði að Smit myndi mæta á æfingar hjá liðinu og ákvörðun yrði tekin í framhaldinu.
Hann hefur nú samið við KR og tekur við af Simon Kjellevold sem fékk mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í rammanum síðasta sumar en hann er farinn í norsku B-deildina.
Athugasemdir