Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   mið 12. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Leikmannasamtökin 
Sif verður framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Hún tekur við af Kristni Björgúlfssyni, stofnanda félagsins, en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri frá stofnun þess árið 2014.

Hann mun áfram sitja í stjón LSÍ sem og að sinna störfum innan samtakanna.

„Leikmannasamtök Íslands halda áfram að efla réttindi leikmanna enn frekar með ráðningu Sifjar Atladóttur sem framkvæmdastjóra samtakanna. Sif var ráðin inn sem verkefnastjóri samtakanna árið 2022 og hefur sinnt margvíslegum verkefnum, og tekur nú við sem framkvæmdastjóri," segir í tilkynningu frá Leikmannasamtökunum.

Sif tilkynnti árið 2023 að hún myndi leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril en hún spilaði samt sem áður 15 leiki fyrir Selfoss í fyrra. Hún lék 90 landsleiki fyrir Íslands hönd, keppti á fjórum Evrópumótum og var tólf ár í atvinnumennsku. Hún hefur einnig leikið með FH, KR, Þrótti og Val.

„Ráðning Sifjar sendir skýr skilaboð um að hagsmunir íþróttafólks á Íslandi verði áfram settir í forgang hjá samtökunum og er mikilvægt skref fyrir allt íþróttafólk á Íslandi. LSÍ eru hagsmunasamtök leikmanna og með komu Sifjar eru leikmenn komnir með enn sterkari rödd," segir enn fremur í tilkynningu samtakanna.
Athugasemdir
banner
banner