Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   fös 12. mars 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Teitur Örlygs spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Teitur Örlygsson í stúkunni á landsleik.
Teitur Örlygsson í stúkunni á landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill Helgason var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Enlgandi um síðustu helgi.

Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson spáir í leikina að þessu sinni.



Newcastle 1 - 2 Aston Villa (20:00 í kvöld)
100% rigning á St.James. O.Watkins með sigurmark og FPL points.

Leeds 0 - 3 Chelsea (12:30 á morgun)
Þessi er áhugaverður. Blitz sókn Leedsara á móti Tuchel.
Gæti endað með stórslysi hjá heimaliðinu. 0:3 Chelsea. MMM/Mason Mount magnaður.

Crystal Palace 0 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Zaha missir hausinn í pirring vol 24. Erfitt að skora á WBA síðustu umferðir.

Everton 2 - 1 Burnley (17:30 á morgun)
Gylfi leggur upp mark og Jói meiðist væri easy pick en það viljum við ekki. 2:1 Everton. Gylfi með 1 mark.

Fulham 1 - 4 Manchester City (20:00 á morgun)
Litli bróðir í Machester komnir á þvílíkt skrið og rúlla þessu upp. Gundogan og Mahrez sjá um mörkin.

Southampton 1 - 0 Brighton (12:00 á sunnudag)
Brighton slakir og eru á leið niður. Ward-Prowse með screamer.

Leicester 2 - 0 Sheffield United (14:00 á sunnudag)
Leicester sér góðan möguleika á CL sæti meðan Sheffield bíður eftir næsta tímabili. Sjóðheitur Iheanhaco.

Arsenal 1 - 1 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Mid Table slagur í London. Endar 1:1. Fáum Kane/Son mark á fyrstu mínútum, svo bakka þeir of mikið og Arsenal jafnar á lokamínutum eftir mikla pressu.

Manchester United 3 - 0 West Ham (19:15 á sunnudag)
Hörkuslagur á OT. OGS náði að hvíla nokkra men í Milan slagnum, það ræður úrslitum og Mu tekur þetta 3:0. Fernades með 2. Annað úr VAR víti (rangur dómur). Samfélagið tryllist á FB/Twitter = góður dagur.

Wolves 2 - 1 Liverpool (20:00 á mánudag)
Portugalar á heimavelli tapa sjaldan, sé enga breytingu á því.
Neto með stórleik. Skorar mark og fiskar víti líka. Ósanngjarnt VAR víti, samfélagið tryllist aftur, rétt búnir að ná sér niður. Jæja.

Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Gaupi - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Jón Jónsson - 4 réttir
Kristján Óli Sigurðsson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (einn frestaður)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Brynjólfur Andersen Willumsson - 3 réttir
Egill Helgason - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Gunnar á völlum - 2 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner