Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   fös 26. febrúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Gaupi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Eina!
Eina!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Jónsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildini um síðustu helgi.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport spáir í leikina að þessu sinni.



Manchester City 2 - 0 West Ham (12:30 á morgun)
Þetta verður öruggur 2-0 sigur hjá Mancheter City sem er með langbesta lið Englands í dag og eiga titilinn vísan.

WBA 1 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Þetta er nokkuð snúinn leikur. Ég held að Sammi sopi fylli glasið og klári þennan leik naumlega.

Leeds 3 - 1 Aston Villa (17:30 á morgun)
Leeds er það lið sem hefur heillað mig hvað mest á þessari leiktíð. Það er hrikalega gaman að horfa á þá.

Newcastle 1 - 1 Wolves (20:00 á morgun)
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Newcastle en þeir detta inn á jafntefli á heimavelli.

Leicester 1 - 2 Arsenal (12:00 á sunnudag)
Það er gríðarlega erfitt a sækja King Power völlinn heim. Arsenal hefur verið í tómu tjóni á þessari leiktíð en ég held að þeir steli sigrinum.

Crystal Palace 1 - 0 Fulham (12:00 á sunnudag)
Þetta er eins óheillandi leikur og þeir geta verið. Þetta er grannaslagur þar sem Crystal Palace hefur betur en mörkin verða fá.

Tottenham 1 - 1 Burnley (14:00 á sunnudag)
Þetta er snúinn leikur fyrir Jose Mourinho. Burnley geta strítt stóru liðunum á góðum degi og þeir sækja stig.

Chelsea 2 - 0 Manchester United (16:30 á sunnudag)
United hefur spilað ótrúlega vel á þessari leiktíð. Chelsea er að gera fína hluti eftir að Tuchel tók við þeim og ég er sannfærður um að þeir klári þennan leik nokkuð þægilega.

Sheffield United 0 - 3 Liverpool (19:15 á sunnudag)
Það hefur verið mikil þórðargleði yfir árangri Liverpool á þessari leiktíð. Þeir eru í startholunum og munu fara upp á við. Þeir vinna 3-0 á útivelli. Upphafið að upprisunni.

Everton 3 - 1 Southampton (20:00 á morgun)
Everton hefur verið að ná í þokkaleg úrslit. Okkar maður Gylfi hefur verið að gera það gott. Hann verður skotskónum í 3-1 sigri Everton.

Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Jón Jónsson - 4 réttir
Kristján Óli Sigurðsson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (einn frestaður)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Brynjólfur Andersen Willumsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Gunnar á völlum - 2 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir