ÍA tilkynnti í dag að Árni Marinó Einarsson væri búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Árni er nú samningsbundinn út tímabilið 2027 en fyrri samningur hefði runnið út í lok komandi tímabils.
Árni Marinó er aðalmarkmaður ÍA, fæddur árið 2002 og lék árið 2021 sína fyrstu leiki með ÍA. Hann hefur verið aðalmarkmaður Skagamanna síðustu tvö tímabil, á alls 50 leiki í efstu deild og 22 leiki í B-deild. Árið 2020 lék hann þá fimm leiki með Skallagrím í 4. deild.
Árni Marinó er aðalmarkmaður ÍA, fæddur árið 2002 og lék árið 2021 sína fyrstu leiki með ÍA. Hann hefur verið aðalmarkmaður Skagamanna síðustu tvö tímabil, á alls 50 leiki í efstu deild og 22 leiki í B-deild. Árið 2020 lék hann þá fimm leiki með Skallagrím í 4. deild.
„Eftir að hafa komið ungur til félagsins hefur Árni stimplað sig inn með bestu markmönnum landsins undanfarin ár og átti sitt besta tímabil í Bestu Deildinni árið 2024," segir í tilkynningu ÍA.
Athugasemdir