Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Hákon í lykilbardaga gegn Schlotterbeck
Hákon Arnar í Meistaradeildinni.
Hákon Arnar í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson leikmaður Lille var valinn maður leiksins í fyrri leiknum gegn Borussia Dortmund en hann skoraði í 1-1 jafntefli. Liðin mætast í seinni leiknum í Frakklandi í dag klukkan 17:45.

Í upphitun Flashscore fyrir leikinn er búist við því að „lykilbardagi“ leiksins í kvöld verði milli Hákonar og varnarmannsins Nico Schlotterbeck hjá Dortmund.

„Lille vonast til þess að Hákon Arnar Haraldsson, sem skoraði í fyrri leiknum, muni endurtaka þá frammistöðu. Hákon hefur aðeins tapað einum af síðustu 17 leikjum sem hann hefur skorað í (13 sigrar, 3 jafntefli)," skrifar Matt Jones.

„Nico Schlotterbeck fær það verkefni að reyna að hægja á Hákoni. Og í Meistaradeildinni allri á þessu tímabili hafa bara þrír leikmenn unnið fleiri tæklingar en þær 18 sem hann hefur unnið."

Schlotterbeck er svo sannarlega enginn aukvisi og talað um að Liverpool hafi áhuga á að fá hann. Hákon hefur sjálfur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina en Tottenham hefur haft augastað á honum.

Meistaradeildin í kvöld
17:45 Lille - Dortmund (1-1)
20:00 Aston Villa - Club Brugge (3-1)
20:00 Atletico Madrid - Real Madrid (1-2)
20:00 Arsenal - PSV (7-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner