Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 13:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn nýr fyrirliði landsliðsins (Staðfest)
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsosn er nýr fyrirliði íslenska landsliðsins en frá þessu greindi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í dag. Orri tekur við hlutverkinu af Aroni EInari Gunnarssyni sem hafði verið í því hlutverki síðan 2012.

Orri er framherji sem fæddur er árið 2004 og lék sína fyrstu landsleiki árið 2023. Hann er í dag leikmaður Real Sociedad á Spáni og á að baki 14 landsleiki.

Arnar greindi þá frá því að Hákon Arnar Haraldsson sé orðinn varafyrirliði landsliðsins.

„Mér finnst gríðarlega mikilvægt og ég hef sterkar skoðun á því að nýr fyrirliði sé fulltrúi yngri kynslóðarinnar og komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir séu tilbúnir að taka við keflinu, vilja fá rödd, vilja vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna að leiða okkur inn í framtíðina," segir landsliðsþjálfarinn.
Fréttamannafundur Arnars í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner