Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mán 12. apríl 2021 08:38
Magnús Már Einarsson
Rodgers brjálaður út í þá sem fóru í partý
Leicester tapaði 3-2 gegn West Ham í baráttunni um Meistaradeildarsæti í gær. James Maddison, Ayoze Perez, Hamza Choudhury, Wes Morgan og Harvey Barnes voru allir fjarri góðu gamni í liði Leicester eftir agabrot.

Leikmennirnir fóru í partý heima hjá Ayoze Perez eftir tap gegn Manchester City laugardaginn 3. apríl. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur á Englandi og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var brjálaður þegar hann komst að því.

Rodgers hafði nokkrum dögum fyrir partýið haldið fund með leikmönnum sínum þar sem hann bað þá að fara sérstaklega varlega næstu vikurnar og haga sér fagmannlega.

Rodgers vildi koma þessum skilaboðum á framfæri eftir að Caglar Soyuncu greindist með kórónuveiruna í landsliðsverkefni með Tyrkjum.

Þegar leikmennirnir fimm sem fóru í partýið, mættu á æfingasvæði Leicester á þriðjudag, voru þeir kallaðir á fund hjá Rodgers.

Þar fengu þeir þau skilaboð að þeir myndu ekki fá að æfa fyrr en þeir væru búnir að fara í kórónuveirupróf og að þeir myndu ekki fá að vera með í leiknum gegn West Ham.

Barnes er meiddur en hinir leikmennirnir æfðu einir í síðustu viku en ekki með öðrum liðsfélögum sínum.

Auk þess að vera í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti þá mætir Leicester liði Southampton í undanúrslitum enska deildabikarsins um næstu helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner