banner
   fim 12. maí 2022 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ávallt verið vettvangur þar sem einstaklingar fá annað tækifæri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í gær var greint frá því að Daði Freyr Arnarsson væri genginn í raðir Kórdrengja á láni frá FH. Daði var sendur í leyfi frá FH fyrr á þessu ári vegna ósæmilegrar hegðunar utan vallar. Hann var sakaður um að áreita ungar stúlkur.

Kórdrengir tilkynntu um komu Daða í gær og í færslu á Facebook stóð að félagið hefði frá stofnun þess verið vettvangur þar sem einstaklingar fá annað tækifæri til að sanna sig.

„Daði Freyr Arnarsson kemur til Kórdrengja eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta vegna óæskilegrar hegðunar í fortíð sinni. Kórdrengir hafa ávallt frá stofnun félagsins verið vettvangur þar sem einstaklingar fá annað tækifæri til að sanna sig. Við erum spenntir að vinna með Daða og treystum því að hann muni frá og með tímanum hjá okkur vera þekktur fyrir afrek sín á vellinum og að hafa vaxið sem einstaklingur. Velkominn Daði Freyr," segir í færslu Kórdrengja.

Daði er kominn með leikheimild og kemur til með að berjast við Óskar Sigþórsson um markvarðarstöðuna hjá Kórdrengjum. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner