Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   sun 12. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er ég ánægður með úrslitin. Kaflar í leiknum voru mjög góðir en við þurfum líka að laga ýmislegt," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þeir eru gott lið og þeir fengu færi sem við þurftum að verjast vel. Þeir eru gott lið og þess vegna eru þeir að berjast á toppnum."

Víkingar voru manni færri undir lokin en náðu samt sem áður að sigla sigrinum heim.

„Við gefumst ekki upp. Við erum vinningslið og það skiptir ekki máli þótt við séum manni færri, við reynum alltaf að sækja til sigurs," segir Gunnar.

Endursamdi við Víking á dögunum
Gunnar framlengdi samning sinn við Víking í síðustu viku. Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari. Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Víkingi í Götu í Færeyjum áður en hann kom til Íslands en honum líður gríðarlega vel á Íslandi.

„Það er frábært og ég er ánægður að vera búinn að endursemja. Núna vil ég halda áfram að halda markinu hreinu svo Víkingar sjái að þeir hafi ekki gert mistök. Ég er ánægður og ég vona að félagið sé það líka. Ég elska að vera hérna," segir Gunnar en hann talaði um það í fyrra að ein stærsta breytingin við að koma til Íslands frá Færeyjum hafi verið umferðin hérna.

„Þetta er góður staður, öðruvísi en Færeyjar. Lífið er gott hérna og núna eru allir dagar bara eðlilegir. Aksturinn er á leið í rétta átt. Núna er ég að hjálpa kærustunni minni að keyra hérna, við erum að reyna að kenna hvort öðru. Þetta er að batna en er samt enn erfitt. Það tók mig tvo eða þrjá mánuði að venjast þessu," sagði varnarmaðurinn léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner