Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   sun 12. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er ég ánægður með úrslitin. Kaflar í leiknum voru mjög góðir en við þurfum líka að laga ýmislegt," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þeir eru gott lið og þeir fengu færi sem við þurftum að verjast vel. Þeir eru gott lið og þess vegna eru þeir að berjast á toppnum."

Víkingar voru manni færri undir lokin en náðu samt sem áður að sigla sigrinum heim.

„Við gefumst ekki upp. Við erum vinningslið og það skiptir ekki máli þótt við séum manni færri, við reynum alltaf að sækja til sigurs," segir Gunnar.

Endursamdi við Víking á dögunum
Gunnar framlengdi samning sinn við Víking í síðustu viku. Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari. Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Víkingi í Götu í Færeyjum áður en hann kom til Íslands en honum líður gríðarlega vel á Íslandi.

„Það er frábært og ég er ánægður að vera búinn að endursemja. Núna vil ég halda áfram að halda markinu hreinu svo Víkingar sjái að þeir hafi ekki gert mistök. Ég er ánægður og ég vona að félagið sé það líka. Ég elska að vera hérna," segir Gunnar en hann talaði um það í fyrra að ein stærsta breytingin við að koma til Íslands frá Færeyjum hafi verið umferðin hérna.

„Þetta er góður staður, öðruvísi en Færeyjar. Lífið er gott hérna og núna eru allir dagar bara eðlilegir. Aksturinn er á leið í rétta átt. Núna er ég að hjálpa kærustunni minni að keyra hérna, við erum að reyna að kenna hvort öðru. Þetta er að batna en er samt enn erfitt. Það tók mig tvo eða þrjá mánuði að venjast þessu," sagði varnarmaðurinn léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner