Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 12. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Víkingar unnu flottan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er ég ánægður með úrslitin. Kaflar í leiknum voru mjög góðir en við þurfum líka að laga ýmislegt," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þeir eru gott lið og þeir fengu færi sem við þurftum að verjast vel. Þeir eru gott lið og þess vegna eru þeir að berjast á toppnum."

Víkingar voru manni færri undir lokin en náðu samt sem áður að sigla sigrinum heim.

„Við gefumst ekki upp. Við erum vinningslið og það skiptir ekki máli þótt við séum manni færri, við reynum alltaf að sækja til sigurs," segir Gunnar.

Endursamdi við Víking á dögunum
Gunnar framlengdi samning sinn við Víking í síðustu viku. Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari. Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Víkingi í Götu í Færeyjum áður en hann kom til Íslands en honum líður gríðarlega vel á Íslandi.

„Það er frábært og ég er ánægður að vera búinn að endursemja. Núna vil ég halda áfram að halda markinu hreinu svo Víkingar sjái að þeir hafi ekki gert mistök. Ég er ánægður og ég vona að félagið sé það líka. Ég elska að vera hérna," segir Gunnar en hann talaði um það í fyrra að ein stærsta breytingin við að koma til Íslands frá Færeyjum hafi verið umferðin hérna.

„Þetta er góður staður, öðruvísi en Færeyjar. Lífið er gott hérna og núna eru allir dagar bara eðlilegir. Aksturinn er á leið í rétta átt. Núna er ég að hjálpa kærustunni minni að keyra hérna, við erum að reyna að kenna hvort öðru. Þetta er að batna en er samt enn erfitt. Það tók mig tvo eða þrjá mánuði að venjast þessu," sagði varnarmaðurinn léttur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner