Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 12. júní 2023 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Blikar unnu sannfærandi sigur í Eyjum
Birta Georgsdóttir skoraði tvö fyrir Blika
Birta Georgsdóttir skoraði tvö fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
ÍBV 0 - 3 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('15 )
0-2 Birta Georgsdóttir ('40 )
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Birta Georgsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í 3-0 sigri á ÍBV í 8. umferð Bestu deildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld.

Eyjakonur hófu leikinn með vindinn í bakið og náðu að skapa smávægilega hættu fyrstu mínúturnar áður en Birta gerði fyrsta mark Blika á 15. mínútu.

Andrea Rut Bjarnadóttir kom boltanum á Birtu sem stakk varnarmenn ÍBV af og kláraði í netið.

Undir lok hálfleiksins gerði Birta annað markið. Hún dansaði í kringum varnarmenn Blika, lagði boltann á Andreu sem kom honum aftur á Birtu og þaðan fór boltinn á milli fóta Haley Marie Thomas og í markið.

Eyjakonur fengu sín færi í leiknum og tókst Caeley Michael Lordemann að skora eftir hornspyrnu en var dæmt rangstæð. Þegar atvikið var skoðað nánar virtist hún alls ekki í rangstöðu.

Blikar gerðu út um leikinn undir lokin. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þá eftir að Clara Sigurðardóttir þræddi hana í gegn og 3-0 sigur Blika staðreynd.

Liðið er á toppnum með 16 stig og betri markatölu en Valur þegar þetta er skrifað. ÍBV er á meðan í 9. sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner