Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís besti miðvörðurinn í Þýskalandi - Bara ein betri en Karólína
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var besti miðvörður þýsku úrvalsdeildarinnar 2023/24 tímabilið að mati fjölmiðilsins 90min.

Fjölmiðillinn tók saman lista yfir fimm bestu leikmenn tímabilsins í hverri einustu stöðu. Glódís toppar listann fyrir miðverðina.

„Leiðtogi Bayern sýndi það enn og aftur af hverju hún er talin besti varnarmaðurinn í deildinni," segir um Glódísi.

Bayern fékk bara á sig átta mörk og liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Í lokin lyfti Glódís þýska meistarabikarnum.

„Hún er einn besti miðvörður Evrópu," sagði Alexander Straus, þjálfari Bayern, um Glódísi.

Karólína næstbest á eftir Pernille Harder
Á listanum yfir bestu sóknarsinnuðu miðjumenn þýsku úrvalsdeildarinnar, þá er íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í öðru sæti.

„Hvert þessi 22 ára gamli leikmaður fer næst er óvíst en það er ljóst að það lið verður mjög heppið að fá hana," segir um Karólínu í greininni.

Karólína varði tímabilinu á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern. Hún átti virkilega flott tímabil þar sem hún skoraði fimm mörk og lagði upp sjö.

Sveindís Jane Jónsdóttir kemst ekki á topp fimm yfir bestu vinstri kantmennina en er þó nefnd á nafn í þeirri úttekt. „Vegna meiðsla spilaði hún bara ellefu leiki en hún er samt sem áður án vafa einn besti kantmaðurinn í Bundesligunni."

Allar eru þær þrjár í mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu sem er komið langleiðina á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner