Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 27. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína í liði ársins - Hvað gerir hún næst?
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni að mati fjölmiðilsins 90min.

Fjölmiðillinn tekur saman lið ársins út frá því hversu oft leikmenn voru í liði umferðarinnar yfir allt tímabilið.

Karólína komst fjórum sinnum í lið umferðarinnar og er í fremstu víglínu í liði ársins með Ewu Pajor úr Wolfsburg og Pernille Harder úr Bayern München. Ekki amalegur félagsskapur það.

Karólína, sem er 22 ára, varði tímabilinu á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern. Hún átti virkilega flott tímabil þar sem hún skoraði fimm mörk og lagði upp sjö.

Það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir næst á sínum ferli, hvort hún verði áfram hjá Bayern eða hvort hún fari eitthvað annað.


Athugasemdir
banner
banner
banner