Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 30. maí 2024 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Glódís að koma úr mögnuðu tímabili - „Það er extra sérstakt"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum á mánudaginn allar saman. Við erum á fínu hóteli í gamla bænum í Salzburg og það hefur verið ótrúlega kósý. Það er alltaf mjög góð stemning í þessum hóp," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í dag.

Á morgun er mikilvægur leikur gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins. Liðin mætast tvisvar í þessum glugga, fyrst í Ried í Austurríki og svo á Laugardalsvelli í næstu viku.

„Við erum að fara að spila tvo hörkuleiki á móti liði sem er að svipuðum styrkleika og við. Þær eru hins vegar með mikla reynslu af stórum og mikilvægum leikjum, og hafa spilað stóra leiki á EM saman. Við höfum ekki enn gert það sem lið. Ég held að þetta muni fara eftir dagsformi. Þetta eru leikir sem geta komið öðru hvoru liðinu beint inn á EM. Það er markmiðið hjá báðum liðum, alveg klárlega."

„Ég held að þetta verði baráttuleikir og liðið sem er yfir á deginum, það mun vinna."

Með því að vinna báða þessa leiki, þá eru miklar líkur á því að Ísland komist beint á EM.

„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," segir Glódís.

Magnað afrek
Glódís er fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München sem varð deildarmeistari á tímabilinu sem var að klárast. Glódís átti frábært tímabil í liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina.

„Þetta var ótrúlega gaman; fyrst og fremst gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið. Það er extra sérstakt. Við vorum í smá brasi á miðju tímabili og héldum að við værum búnar að missa þetta frá okkur, en náðum að halda áfram. Við enduðum á að taka þetta nokkuð sannfærandi," segir Glódís.

Að fara taplausar í gegnum tímabilið, það er magnað afrek.

„Mér finnst það persónulega. Mér fannst við spila marga leiki vel en suma ekki eins vel. Við náðum samt alltaf að vinna okkur til baka úr því. Það var ótrúlega gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið og klára þetta tímabil með trompi," sagði Glódís.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner