Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fim 30. maí 2024 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Glódís að koma úr mögnuðu tímabili - „Það er extra sérstakt"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum á mánudaginn allar saman. Við erum á fínu hóteli í gamla bænum í Salzburg og það hefur verið ótrúlega kósý. Það er alltaf mjög góð stemning í þessum hóp," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í dag.

Á morgun er mikilvægur leikur gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins. Liðin mætast tvisvar í þessum glugga, fyrst í Ried í Austurríki og svo á Laugardalsvelli í næstu viku.

„Við erum að fara að spila tvo hörkuleiki á móti liði sem er að svipuðum styrkleika og við. Þær eru hins vegar með mikla reynslu af stórum og mikilvægum leikjum, og hafa spilað stóra leiki á EM saman. Við höfum ekki enn gert það sem lið. Ég held að þetta muni fara eftir dagsformi. Þetta eru leikir sem geta komið öðru hvoru liðinu beint inn á EM. Það er markmiðið hjá báðum liðum, alveg klárlega."

„Ég held að þetta verði baráttuleikir og liðið sem er yfir á deginum, það mun vinna."

Með því að vinna báða þessa leiki, þá eru miklar líkur á því að Ísland komist beint á EM.

„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," segir Glódís.

Magnað afrek
Glódís er fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München sem varð deildarmeistari á tímabilinu sem var að klárast. Glódís átti frábært tímabil í liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina.

„Þetta var ótrúlega gaman; fyrst og fremst gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið. Það er extra sérstakt. Við vorum í smá brasi á miðju tímabili og héldum að við værum búnar að missa þetta frá okkur, en náðum að halda áfram. Við enduðum á að taka þetta nokkuð sannfærandi," segir Glódís.

Að fara taplausar í gegnum tímabilið, það er magnað afrek.

„Mér finnst það persónulega. Mér fannst við spila marga leiki vel en suma ekki eins vel. Við náðum samt alltaf að vinna okkur til baka úr því. Það var ótrúlega gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið og klára þetta tímabil með trompi," sagði Glódís.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner