Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 30. maí 2024 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Glódís að koma úr mögnuðu tímabili - „Það er extra sérstakt"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum á mánudaginn allar saman. Við erum á fínu hóteli í gamla bænum í Salzburg og það hefur verið ótrúlega kósý. Það er alltaf mjög góð stemning í þessum hóp," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í dag.

Á morgun er mikilvægur leikur gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins. Liðin mætast tvisvar í þessum glugga, fyrst í Ried í Austurríki og svo á Laugardalsvelli í næstu viku.

„Við erum að fara að spila tvo hörkuleiki á móti liði sem er að svipuðum styrkleika og við. Þær eru hins vegar með mikla reynslu af stórum og mikilvægum leikjum, og hafa spilað stóra leiki á EM saman. Við höfum ekki enn gert það sem lið. Ég held að þetta muni fara eftir dagsformi. Þetta eru leikir sem geta komið öðru hvoru liðinu beint inn á EM. Það er markmiðið hjá báðum liðum, alveg klárlega."

„Ég held að þetta verði baráttuleikir og liðið sem er yfir á deginum, það mun vinna."

Með því að vinna báða þessa leiki, þá eru miklar líkur á því að Ísland komist beint á EM.

„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," segir Glódís.

Magnað afrek
Glódís er fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München sem varð deildarmeistari á tímabilinu sem var að klárast. Glódís átti frábært tímabil í liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina.

„Þetta var ótrúlega gaman; fyrst og fremst gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið. Það er extra sérstakt. Við vorum í smá brasi á miðju tímabili og héldum að við værum búnar að missa þetta frá okkur, en náðum að halda áfram. Við enduðum á að taka þetta nokkuð sannfærandi," segir Glódís.

Að fara taplausar í gegnum tímabilið, það er magnað afrek.

„Mér finnst það persónulega. Mér fannst við spila marga leiki vel en suma ekki eins vel. Við náðum samt alltaf að vinna okkur til baka úr því. Það var ótrúlega gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið og klára þetta tímabil með trompi," sagði Glódís.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner