Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   fim 30. maí 2024 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Glódís að koma úr mögnuðu tímabili - „Það er extra sérstakt"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum á mánudaginn allar saman. Við erum á fínu hóteli í gamla bænum í Salzburg og það hefur verið ótrúlega kósý. Það er alltaf mjög góð stemning í þessum hóp," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í dag.

Á morgun er mikilvægur leikur gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins. Liðin mætast tvisvar í þessum glugga, fyrst í Ried í Austurríki og svo á Laugardalsvelli í næstu viku.

„Við erum að fara að spila tvo hörkuleiki á móti liði sem er að svipuðum styrkleika og við. Þær eru hins vegar með mikla reynslu af stórum og mikilvægum leikjum, og hafa spilað stóra leiki á EM saman. Við höfum ekki enn gert það sem lið. Ég held að þetta muni fara eftir dagsformi. Þetta eru leikir sem geta komið öðru hvoru liðinu beint inn á EM. Það er markmiðið hjá báðum liðum, alveg klárlega."

„Ég held að þetta verði baráttuleikir og liðið sem er yfir á deginum, það mun vinna."

Með því að vinna báða þessa leiki, þá eru miklar líkur á því að Ísland komist beint á EM.

„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," segir Glódís.

Magnað afrek
Glódís er fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München sem varð deildarmeistari á tímabilinu sem var að klárast. Glódís átti frábært tímabil í liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina.

„Þetta var ótrúlega gaman; fyrst og fremst gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið. Það er extra sérstakt. Við vorum í smá brasi á miðju tímabili og héldum að við værum búnar að missa þetta frá okkur, en náðum að halda áfram. Við enduðum á að taka þetta nokkuð sannfærandi," segir Glódís.

Að fara taplausar í gegnum tímabilið, það er magnað afrek.

„Mér finnst það persónulega. Mér fannst við spila marga leiki vel en suma ekki eins vel. Við náðum samt alltaf að vinna okkur til baka úr því. Það var ótrúlega gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið og klára þetta tímabil með trompi," sagði Glódís.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner