Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 12. september 2021 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Camavinga skoraði í eldskírninni - Benzema gerði þrennu
Eduardo Camavinga fagnar fyrsta marki sínu fyrir Madrídinga
Eduardo Camavinga fagnar fyrsta marki sínu fyrir Madrídinga
Mynd: Getty Images
Karim Benzema fór mikinn og gerði þrennu
Karim Benzema fór mikinn og gerði þrennu
Mynd: Getty Images
Karim Benzema skoraði þrennu er Real Madrid vann Celta Vigo 5-2 í spænsku deildinni í kvöld. Eduardo Camavinga, nýr leikmaður liðsins, gerði mark í fyrsta leik.

Real Sociedad lagði Cadiz 2-0. Spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal gerði bæði mörk Sociedad. Fyrra markið kom á 71. mínútu en það síðara úr vítaspyrnu þrettán mínútum síðar.

Antoine Griezmann kom inn í byrjunarlið Atlético Madríd gegn Espanyol í 2-1 sigri. Atlético lenti undir á 40. mínútu en Thomas Lemar sá til þess að þrjú stigin yrðu þeirra. Hann lagðu upp mark fyrir Yannick Carrasco á 79. mínútu og gerði svo sigurmarkið undir lok leiksins.

Valencia vann þá Osasuna, 4-1. Heimamenn komust yfir snemma leiks en eftir það var þetta brekka niður á við. Valencia jafnaði á 26. mínútu og skoraði svo þrjú mörk til viðbótar í síðari hálfleiknum.

Í lokaleik kvöldsins tókst Real Madrid að afgreiða Celta Vigo, 5-2.

Santi Mina kom Celta yfir á 4. mínútu áður en Karim Benzema jafnaði tuttugu mínútum síðar. Franco Cervi kom Celta aftur yfir eftir hálftímaleik og staðan í hálfleik, 2-1.

Benzema jafnaði í byrjun síðari hálfleiks og níu mínútum síðar var brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior búinn að koma Madrídingum yfir. Benzema með stoðsendinguna.

Hinn 18 ára gamli Camavinga kom inná á 66. mínútu og sex mínútum síðar kom hann boltanum í netið. Mögnuð byrjun hjá honum.

Benzema gulltryggði svo sigurinn undir lokin með marki úr vítaspyrnu. Þriðja mark hans í kvöld. Real Madrid á toppnum með 10 stig eftir fjóra leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Cadiz 0 - 2 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('71 )
0-2 Mikel Oyarzabal ('84 , víti)
Rautt spjald: Juan Cala, Cadiz ('83)

Espanyol 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Raul De Tomas ('40 )
1-1 Yannick Carrasco ('79 )
1-2 Thomas Lemar ('90 )

Osasuna 1 - 4 Valencia
1-0 Jon Moncayola ('8 )
1-1 Maxi Gomez ('26 )
2-1 Aridane ('50 , sjálfsmark)
2-2 Goncalo Guedes ('55 )
2-3 Omar Alderete ('73 )

Real Madrid 5 - 2 Celta
0-1 Santi Mina ('4 )
1-1 Karim Benzema ('24 )
1-2 Franco Cervi ('31 )
2-2 Karim Benzema ('46 )
3-2 Vinicius Junior ('55 )
4-2 Eduardo Camavinga ('72 )
5-2 Karim Benzema ('87 , víti)
Athugasemdir
banner
banner