Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. september 2022 15:52
Fótbolti.net
Sterkastur í 21. umferð - Var eitthvað að fela sig inni í klefa
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Serbneska blómið.
Serbneska blómið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í Innkastinu var opinberað val á leikmanni 21. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö mörk og var nálægt þrennunni þegar FH slátraði ÍA 6-1 í gær.

„Ég fékk bara gæsahúð við að sjá svipmyndir úr þessum leik í gær. Sjá Vuk í þessum ham, hreyfingarnar hjá honum. Eitthvað sem FH-ingar hafa varla fengið að sjá en þarna var hann bara kominn í gírinn þegar hann var bara óstöðvandi með Leikni í Lengjudeildinni. Það er svo mikil fótboltafegurð að horfa á hann spila," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Ef hann fær traustið áfram þá getur hann byggt á þessu út tímabilið og haldið svona áfram á næsta tímabili. Ef hann fær traustið áfram þá held ég að hann geti verið farinn út eftir næsta tímabil," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Vuk er 21 árs gamall.

Guðmundur skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net og tók viðtal við Vuk sem sjá má hér að neðan. Vuk er ekki maður margra orða og það þurfti að hafa fyrir því að fá hann í viðtal.

„Eftir leik lét Vuk bíða eftir sér og var eitthvað að fela sig inni í klefa en Tómas Meyer fjölmiðlafulltrúi FH græjaði þetta og náði í hann. Tómas Meyer stóð við stóru orðin og Vuk var virkilega flottur í þessu viðtali," segir Guðmundur.

Vuk var sáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég er mjög sáttur. Ég gat reyndar skorað þriðja en það er fínt að skora tvö mörk."

Eiður Smári Guðjohnsen, ein helsta goðsögnin í íslenskri fótboltasögu, er að þjálfa FH. Hvernig er það fyrir ungan leikmann eins og Vuk að vinna með honum?

„Ég fíla Eið Smára og Venna (Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfara) mjög mikið. Þeir skilja okkur leikmennina mjög vel. Eiður hefur kennt mér mikið og Venni líka," segir Vuk í viðtalinu sem sjá má í heild hér að neðan.

Sjá einnig:
Sterkasta lið umferðarinnar

Leikmenn umferðarinnar:
20. umferð - Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Vuk gerði tvö en vildi þriðja - „Skilja okkur leikmennina mjög vel"
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner