Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur átt magnað tímabil með KA og hann er leikmaður 17. umferðar í boði Steypustöðvarinnar eftir að hafa skorað tvö mörk í 3-0 sigri gegn ÍA. Þetta var opinberað í Innkastinu í dag.
Nökkvi, sem er 23 ára, hefur sjö sinnum verið valinnn í úrvalslið umferðarinnar, oftar en nokkur annar leikmaður deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðabliki hefur verið valinn sex sinnum.
Nökkvi er markahæstur í Bestu deildinni með þrettán mörk, marki meira en Ísak og Guðmundur Magnússon í Fram.
Nökkvi, sem er 23 ára, hefur sjö sinnum verið valinnn í úrvalslið umferðarinnar, oftar en nokkur annar leikmaður deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðabliki hefur verið valinn sex sinnum.
Nökkvi er markahæstur í Bestu deildinni með þrettán mörk, marki meira en Ísak og Guðmundur Magnússon í Fram.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 17. umferðar
„Hann er klárlega heitasti leikmaður deildarinnar í dag. Að undanförnu hefur hann verið óstöðvandi. Í júlí byrjaði hann allt í einu að leggja upp líka og leggur núna upp í hverjum leik," segir Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, í Innkastinu.
„Hann er með bilaðan hraða, þegar hann kemst einn á einn geta menn gleymt því að stoppa hann. Hann er líka með þessa skottækni og fáránlega góður í að leggja boltann í fjærhornið."
Í Innkastinu er velt því fyrir sér hvar Nökkvi muni spila á næsta tímabili. Fer hann í eitthvað af stóru liðunum á höfuðborgarsvæðinu eða jafnvel út?
Í viðtali við Vísi eftir sigurinn gegn ÍA var Nökkvi spurður að því hver væri lykillinn að árangri hans í sumar?
„Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin," sagði Nökkvi. Er hugur hans farinn að leita út í atvinnumennsku?
„Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim," svaraði Nökkvi.
Sjá einnig:
Nökkvi Þeyr komið að nítján mörkum í síðustu níu leikjum
Leikmenn umferðarinnar:
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir