Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. ágúst 2022 13:21
Innkastið
Sterkastur í 18. umferð - Lögreglumál ef hann fer ekki út
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aðra umferðina í röð er Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA, valinn Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Hann skoraði þrennu, þar af tvö mörk af vítapunktinum, í 4-2 útisigri gegn Stjörnunni. Auk þess átti hann stoðsendingu í leiknum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 18. umferðar - Höskuldur í sjötta sinn og Nökkvi áttunda

„Það væri lögreglumál ef þessi leikmaður fer ekki í atvinnumennsku síðasta lagi í byrjun nóvember. Þvílíkur leikmaður," skrifaði Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.

„Hann er búinn að breytast í svokallaðan 'inside forward' í sumar. Mögulega er hægt að þýða það sem innherja á íslensku. Það er mikið um það í nútímafótbolta að kantmenn dragi sig inn á völlinn og búi þannig til möguleika fyrir sjálfa sig og aðra í kring. KA er mikið að vinna með þetta og fá þannig bakverðina upp í víddina," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í ítarlegri samantekt sinni um það hvernig Nökkvi er orðinn ein stærsta stjarna deildarinnar.

„Maður sér það á þessu fyrsta marki sem hann skorar að þetta er gæi sem er gjörsamlega að springa úr sjálfstrausti. Hann tekur boltann, tekur snertinguna og hamrar honum svo inn. Hann er ekki að pæla í neinu öðru. Þarna er markið og boltinn fer fast í það," sagði Sverrir Mar Smárason í Innkastinu.

Í þættinum er einnig rætt um möguleika Nökkva á að fara erlendi og hvort hann muni slá markametið.

Sjá einnig:
Innkastið - Upprisan á botninum og vígsla KA

Leikmenn umferðarinnar:
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Innkastið - Upprisan á botninum og vígsla KA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner