Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 12. september 2022 10:15
Elvar Geir Magnússon
Rojo sá rautt í naumum sigri í stórleiknum
Mynd: EPA
Það verður að teljast ótrúlegt að Marcos Rojo hafi aldrei fengið rautt á tíma sínum hjá Manchester United.

Argentínski varnarmaðurinn er nú hjá Boca Juniors og fékk beint rautt spjald í uppbótartíma í 1-0 sigri gegn River Plate í gær.

Dómarinn var vægast sagt ákveðinn þegar hann lyfti upp rauða spjaldinu.

Boca Juniors hefur unnið fjóra leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Tucumán í argentínsku deildinni.


Athugasemdir