Enski sóknarmaðurinn Tammy Abraham, framherji AS Roma á Ítalíu, bað Jose Mourinho, leikmenn liðsins og stuðningsmenn félagsins afsökunar á frammistöðu sinni á þessari leiktíð.
Tammy átti frábært tímabil með Roma á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta með félaginu. Hann varð fljótt mjög vinsæll meðal ástríðufulla stuðningsmanna liðsins en á þessu tímabili hefur ekki gengið jafn vel hjá kappanum.
Hann er ekki í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Katar en honum tókst hins vegar loksins að skora á ný en það gerði hann í síðasta leik Roma gegn Sassuolo. Markið gerði hann með kraftmiklum skalla.
„Ég vil biðja þjálfarann, leikmennina og stuðningsmennina afsökunar á því að ég sé ekki að gera sömu hluti og á síðustu leiktíð. Ég hef ekki verið ég sjálfur undanfarið,” sagði Tammy.
„Þegar allt kemur til alls, er ég bara ungur maður, ég hef farið í gegnum erfiða tíma með lítið sjálfstraust. Við misstum smá einbeitingu. Við höfum spilað marga leiki á síðustu mánuðum og það kom þreyta.”
„Ég elska stuðningsmennina. Þeir hafa stutt við bakið á mér á erfiðum tímum, ég vil þakka þeim fyrir og borga til baka.”
Eins og áður segir þá skoraði Tammy gott mark í síðasta leik og hann vonar að þetta sé það sem koma skal.
„Ég vildi sýna stuðningsmönnunum að ég sé ennþá hér. Ég er klár í að hjálpa liðinu.”
Roma mætir Torino í Serie A deildinni á Ítalíu á morgun klukkan 14.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Atalanta | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Bologna | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Cagliari | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Como | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Cremonese | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Fiorentina | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Genoa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Inter | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Juventus | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Lazio | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Lecce | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Milan | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Napoli | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Parma | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Pisa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Roma | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sassuolo | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Torino | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Empoli | 38 | 6 | 13 | 19 | 33 | 59 | -26 | 31 |
19 | Venezia | 38 | 5 | 14 | 19 | 32 | 56 | -24 | 29 |
19 | Udinese | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
20 | Verona | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
20 | Monza | 38 | 3 | 9 | 26 | 28 | 69 | -41 | 18 |