Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Planið fór út um gluggann eftir fimm mínútur
Mynd: Getty Images

Dortmund er í vandræðum í þýsku deildinni eftir 4-2 tap liðsins gegn Gladbach í kvöld.


Liðið er sex stigum frá toppliði Bayern Munchen sem á leik til góða á morgun. Edin Terzic var alls ekki ánægður með sína menn í leikslok.

„Við vörðumst hræðilega á köflum. Engu að síður hefði þetta getað verið 3-3 í hálfleik. Við fengum mjög mörg góð færi til að skora. Í síðari hálfleik ætluðum við að fara á fulla ferð og setja endalausa pressu á þá og ekki fá á okkur mark. Það fór út um gluggann eftir fimm mínútur. Allt sem við gerðum í fyrri hálfleik var farið. Nú er munurinn mikill sem við þurfum að vinna upp í janúar. Við byrjum ekki á núlli, heldur í mínus," sagði Terzic.

Tapið í kvöld var annað tap liðsins í röð.


Athugasemdir
banner
banner