Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jólanámskeið Knattspyrnuskólans - Gestaþjálfarar úr efstu hillu
Mynd: Knatstspyrnuskólinn
Knattspyrnuskólinn verður með námskeið sem hefst þann 26. desember og stendur yfir í fimm daga. Hvert námskeið er einn klukkutími á dag fyrir hvern hóp.

Boðið verður upp á tvo hópa: annar hópurinn er fyrir iðkendur í 6. og 5. flokki en hinn hópurinn er fyrir iðkendur í 4. og 3. flokki. Æfingarnar fara fram milli 10:30 - 11:30 og 11:30 - 12:30.

Námskeiðið verður haldið í Fífunni Kópavogi.

Gestaþjálfarar á námskeiðinu eru stjörnur úr A landsliði Íslands; Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Hertu Berlin, Glódis Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen, Logi Tómasson, leikmaður Strömsgodset og Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Kristianstads. Þau munu deila sinni reynslu og veita þjálfun sem mun hvetja leikmennina til dáða.

Það er Viktor Unnar Illugason sem heldur utan um Knattspyrnuskólann.

Hér er hægt að skrá sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner