Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik en fyrri samningur hennar við félagið rann út í síðasta mánuði. Hún er núna samningsbundin út tímabilið 2026.
Mikaela varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á liðnu tímabili, varnarmaðurinn lék 10 deildarleiki og einn bikarleik á tímabilinu.
Mikaela varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á liðnu tímabili, varnarmaðurinn lék 10 deildarleiki og einn bikarleik á tímabilinu.
Hún gekk í raðir Breiðabliks frá Haukum eftir tímabilið 2022 en það tímabil var hún á láni hjá Val.
Mikaela er tvítug og er uppalin hjá Haukum. Tímabilið 2023 lék hún á láni hjá Keflavík. Alls á hún að baki 99 KSÍ leiki og í þeim hefur hún skorað eitt mark. Hún á að baki 31 landsleik, þarf af 19 fyrir U19 og tvo fyrir U23 landsliðið.
Athugasemdir