Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 12. desember 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikaela Nótt framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik en fyrri samningur hennar við félagið rann út í síðasta mánuði. Hún er núna samningsbundin út tímabilið 2026.

Mikaela varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á liðnu tímabili, varnarmaðurinn lék 10 deildarleiki og einn bikarleik á tímabilinu.

Hún gekk í raðir Breiðabliks frá Haukum eftir tímabilið 2022 en það tímabil var hún á láni hjá Val.

Mikaela er tvítug og er uppalin hjá Haukum. Tímabilið 2023 lék hún á láni hjá Keflavík. Alls á hún að baki 99 KSÍ leiki og í þeim hefur hún skorað eitt mark. Hún á að baki 31 landsleik, þarf af 19 fyrir U19 og tvo fyrir U23 landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner