Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham í sína aðra endurskoðun á stuttum tíma
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur ákveðið að hefja aðra endurskoðun á sjúkradeild félagsins.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segist vera að upplifa verstu meiðslakrísu á sínum stjóraferli.

Tottenham verður án að minnsta kosti sex leikmanna gegn Rangers í Evrópudeildinni á eftir. Þar á meðal eru miðverðirnir Ben Davies, Cristian Romero og Mickey van de Ven.

Sjúkradeild Spurs var í skoðun síðasta sumar þar sem liðið lenti í miklu meiðslaveseni á síðustu leitkíð og voru þá ákveðnar lagfæringar gerðar.

Yfirmaður lækna- og íþróttavísinda hjá félaginu, Geoff Scott, yfirgaf Spurs meðal annars en það hefur ekkert batnað.

Tottenham er núna í innherjaskoðun út af þessum meiðslavandræðum en Postecoglou er sagður mjög pirraður á stöðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner