Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   mið 13. janúar 2021 15:10
Magnús Már Einarsson
Barbára á leið til Celtic á láni
Barbára í leik með Selfyssingum.
Barbára í leik með Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, er á leið til skoska liðsins Celtic á láni. Þetta staðfesti Sveinbjörn Másson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óvíst er þó hvenær Barbára fer út þar sem hlé er í skosku úrvalsdeildinni þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins.

Stefnan er að Barbára verði á láni í Skotlandi þar til keppni í Pepsi Max-deildinni hefst í vor.

Hin 19 ára gamla Barbára hefur verið í lykilhluverki hjá Selfyssingum undanfarin ár en hún spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni árið 2016.

Barbára var í liði Selfyssinga sem varð bikarmeistari 2019 en hún á 78 leiki að baki í deild og bikar þar sem hann hefur skorað 15 mörk.

Celtic er í 3. sæti í skosku úrvalsdeildinni eftir sjö umferðir, tveimur stigum á eftir Rangers og Glasgow City.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Þórs/KA, gekk á dögunum til liðs við Glagow City.
Athugasemdir
banner
banner