Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 13. janúar 2023 23:31
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Villa og Leeds: Bailey og Gnonto bestir
Mynd: EPA

Leon Bailey var valinn sem besti maður vallarins af Sky Sports eftir 2-1 sigur Aston Vila gegn Leeds United í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.


Bailey skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins og átti svo stóran þátt í öðru markinu þegar Emiliano Buendía fylgdi skoti hans eftir með skalla í netið af stuttu færi.

Bailey fær 9 í einkunn rétt eins og tveir liðsfélagar sínir, markvörðurinn Emiliano Martinez sem átti frábæra markvörslu undir lok fyrri hálfleiks og franski miðjumaðurinn Boubacar Kamara sem stjórnaði miðjuspilinu.

Leeds skapaði sér mikið af hættulegum færum en enginn leikmaður þótti spila sérstaklega vel að undanskildum Ítalanum unga Willy Gnonto. Gnonto er 19 ára landsliðsmaður Ítalíu og sýndi frábæra takta í kvöld. Hann verðskuldaði ekki að vera í tapliðinu.

Aston Villa: Martinez (9), Young (7), Konsa (7), Mings (6), Digne (6), Luiz (7), Kamara (9), Ramsey (7), Buendia (8), Bailey (9), Watkins (6),
Varamenn: Moreno (7), Ings (6), Sanson (6), Coutinho (6).

Leeds United: Meslier (6), Ayling (6), Koch (5), Cooper (6), Struijk (5), Roca (6), Adams (6), Aaronson (6), Gnonto (9), Harrison (6), Rodrigo (6).
Varamenn: Wöber (6), Bamford (7), Gelhardt (6), Greenwood (6),


Athugasemdir
banner
banner