Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 13. febrúar 2021 18:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Moise Kean kom PSG tímabundið á toppinn
Mynd: Getty Images
PSG 2 - 1 Nice
1-0 Julian Draxler ('22)
1-1 Rony Lopes ('50)
2-1 Moise Kean ('76)

PSG er komið tímabundið á toppinn í frönsku Ligue 1. Það tókst liðinu með því að leggja Nice af velli á heimavelli.

Julian Draxler kom heimamönnum yfir á 22. mínútu en Rony Lopes jafnaði fyrir gestina á 50. mínútu.

Það var svo Ítalinnn Moise Kean sem skoraði sigurmarkið á 76. mínútu eftir undirbúning frá Kylian Mbappe og Mauro Icardi. Kean skoraði í öðrum leiknum í röð en hann er að láni frá Everton. Kean hefur alls skorað tíu mörk í deildinni í vetur.

PSG lék án Neymar og Angel Di Maria í leiknum en þeir eru frá vegna meiðsla. Lyon og Lille geta náð toppsætinu af PSG áður en umferðinni lýkur. Lyon á leik í kvöld en Lille leikur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner