Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn í Palace - Man Utd verður með myndavél
Myndavélin í búnaðnum er staðsett við eyra dómarans. Hér má sjá þýska dómarann Daniel Schlager með slíkan búnað.
Myndavélin í búnaðnum er staðsett við eyra dómarans. Hér má sjá þýska dómarann Daniel Schlager með slíkan búnað.
Mynd: Getty Images
Dómarinn í leik Crystal Palace og Manchester United í kvöld verður með sérstaka myndbandsupptökuvél á sér. Þetta verður í fyrsta sinn sem slíkur búnaður, RefCam, er notaður í ensku úrvalsdeildinni.

Ekki verður hægt að sjá úr vélinni í beinni útsendingu en upptakan verður notuð í þætti sem á að veita innsýn í störf dómarans.

Ástralinn Jarred Gillett mun dæma leikinn í kvöld.

Í febrúar var þetta gert í þýsku Bundesligunni þar sem dómarinn Daniel Schlager var með þannig myndavél í 2-2 jafntefli Eintracht Frankfurt og Wolfsburg. Sýndar voru upptökur í sérstökum sjónvarpsþætti í Þýskalandi.

Gerð var tilraun með svona myndavél í æfingaleik Chelsea og Brighton í fyrrasumar.
Athugasemdir
banner
banner