Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 06. maí 2024 13:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR ræddi við Jökul í vetur - Útskýrir af hverju KR samdi við írskan markvörð
Guy Smit í leiknum í gær.
Guy Smit í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jökull Andrésson á leið í KR?
Jökull Andrésson á leið í KR?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurpáll Sören Ingólfsson er 21 árs og varði mark KV í fyrra.
Sigurpáll Sören Ingólfsson er 21 árs og varði mark KV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Blair samdi við KR í vetur.
Sam Blair samdi við KR í vetur.
Mynd: X
Í síðustu viku var fjallað um möguleikann á því að KR myndi fá Jökul Andrésson í sínar raðir frá Reading í sumarglugganum. Jökull er 21 árs markvörður sem er á láni hjá Carlisle en hefur ekkert spilað eftir áramót vegna meiðsla en ætti að verða klár aftur í sumar. Jökull er yngri bróðir Axels Óskars sem spilar í hjarta KR varnarinnar.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Guy Smit hefur ekki farið vel af stað í markinu hjá KR og verður hann í leikbanni í næsta leik eftir að hafa fengið tvö gul spjöld gegn KA í gær.

Fótbolti.net ræddi við Gregg í dag og var hann spurður út í Jökul og hvort eitthvað væri til í þessum sögusögnum.

„Ég hef ekkert um það að segja. Allt sem ég veit er að við ræddum við hann fyrir áramót og hann var þá samningsbundinn í eitt og hálft ár. Núna á hann því ár eftir af samningi. Hann er samningsbundinn öðru félagi."

Alveg eins og að fá íslenskan leikmann
KR fékk Sam Blair í sínar raðir í vetur. Blair var þar á undan á mála hjá Norwich á Englandi. Hann var í byrjunarliðinu gegn KÁ í Mjólkurbikarnum en fékk að líta rauða spjaldið og spilar því ekki næsta bikarleik. Hann hefur ekki verið á varamannabekknum hjá KR í deildinni. Þar hefur Sigurpáll Sören Ingólfsson, uppalinn KR-ingur, verið og kom hann inn í leikinn gegn KA í gær.

„Spalli var mjög góður á undirbúningstímabilinu, var sá sem spilaði flesta leiki þar. Hann hefur líka gert mjög vel á æfingum og við höfum mikla trú á honum."

„Sam var á Íslandi þegar við fengum hann, ég veit að hann er erlendur leikmaður, með írskt vegabréf, en hann bjó hér og þetta var því í raun alveg eins og að fá íslenskan leikmann. Við vildum hafa þrjá markverði og þess vegna fengum við hann inn. Hann öðlaðist góða reynslu hjá Norwich og er mjög góður á æfingum. Það var gott að fá hann inn."


Dómarinn hafi beðist afsökunar á seinna gula spjaldinu
Gregg var spurður út í fyrra gula spjaldið sem Guy Smit fékk í gær. Hollendingurinn braut á Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig og fékk gult spjald. KA menn í stúkunni kölluðu eftir rauðu en þeir Ásgeir og Hallgrímur Jónasson þjálfari hefðu viljað sjá dómarann leyfa Ásgeiri að klára stöðuna sem var komin upp því Ásgeir stóð strax á fætur og ætlaði að halda áfram þegar flautið kom.

„Ég er búinn að sjá þetta en þetta sést ekki vel í þeirri upptöku sem ég skoðaði, ég sá þetta því ekki vel. Ég á eftir að skoða þetta í sjónvarpsupptökunni."

Gregg sagði í gær að seinna gula spjaldið hefði verið alltof strangt. Hann er áfram á þeirri skoðun. Guy var búinn að fá aðvörun um leiktöf fyrr í leiknum og Twana Khalid Ahmed, dómari leiksins, veitti honum í þessu tilviki seinna gula spaldið fyrir leiktöf.

„Eins og ég sagði í gær þá trúi ég þessu ekki. Ég ræddi við dómarann eftir leikinn og hann eiginlega baðst afsökunar á því. Ég held að hann hafi áttað sig á því að hann gerði mistök. Dómarinn var kannski of fljótur að flauta í mörgum atvikum í leiknum og ég held að KA sé á sama máli. Í þessu fyrra gula spjaldi var hann kannski of fljótur að flauta brotið og það var svolítið í takti við leikinn."

Þjálfarinn segir að hópurinn hafi komið vel út úr leiknum. „Menn eru augljóslega pirraðir að hafa ekki unnið eftir að hafa leitt í einhverjar 77 mínútur. Við erum vonsviknir með að taka ekki þrjú stigin en frammistaðan var fín."

Styttist í Aron og Elmar
Gregg sagði þá frá því að þeir Aron Sigurðarson og Theodór Elmar Bjarnason ættu að snúa aftur á næstu tveimur vikum.

KR á næst leik gegn HK í Bestu deildini á sunnudag, svo bikarleik gegn Stjörnunni og svo deildarleik gegn FH um aðra helgi.

Viðtalið við Gregg frá því í gær má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir hann nánar um Guy Smit.
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner