Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta er ekki ný taktík hjá Bayern"
Mynd: Getty Images
Leverkusen fær Bayern Munchen í heimsókn í stórleik helgarinnar í þýsku deildinni.

Florian Wirtz er stjarna Leverkusen en hann hefur lengi verið orðaður við Bayern. Stjórnarmenn Bayern hafa ekki verið feimnir við að tjá sig um áhuga félagsins á leikmanninum.

Simon Rolfes, yfirmaður fótboltamála hjá Leverkusen, var spurður út í nálgun Bayern í málinu.

„Ég hef engan áhuga á þessu og þetta er ekkert sem hefur áhrif á okkur. Þegar ég las Kicker þegar ég var tíu ára sá ég að þeir gerðu þetta alltaf stuttu fyrir leiki," sagði Rolfes.

„Þetta er ekki ný taktík hjá Bayern. Florian er leikmaður sem vekur athygli um alla Evrópu og það er ekkert nýtt."

Bayern er þekkt fyrir að laða til sín leikmenn samkeppnisaðila sinna í Þýskalandi en margir hafa gengið til liðs við félagið frá Dortmund í gegnum tíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner