Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 13. mars 2020 10:32
Elvar Geir Magnússon
Enska boltanum frestað til 4. apríl að minnsta kosti (Staðfest)
Dan Roan, fréttamaður BBC, greinir frá því á Twitter að enska boltanum verði frestað til 4. apríl að minnsta kosti, vegna heimsfaraldursins.

Hann segir að staðan verði síðar endurmetin. Fjölmargir leikmenn og starfsmenn í ensku úrvalsdeildinni eru í sóttkví.

Nú er í gangi fundur með félögum ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þessi áætlun er kynnt. Búist er við því að hún verði samþykkt.

UPPFÆRT 10:46: Þetta hefur nú verið staðfest. Frestunin gildir einnig um deildirnar fyrir neðan úrvalsdeildina, þar á meðal Championship-deildina. Enska boltanum er því frestað en tímabilinu ekki aflýst.


Athugasemdir
banner