fös 13. mars 2020 10:32
Elvar Geir Magnússon
Enska boltanum frestað til 4. apríl að minnsta kosti (Staðfest)
Bryan Swanson, fréttamaður Sky Sports, fyrir utan skrifstofur ensku úrvalsdeildarinnar.
Bryan Swanson, fréttamaður Sky Sports, fyrir utan skrifstofur ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Dan Roan, fréttamaður BBC, greinir frá því á Twitter að enska boltanum verði frestað til 4. apríl að minnsta kosti, vegna heimsfaraldursins.

Hann segir að staðan verði síðar endurmetin. Fjölmargir leikmenn og starfsmenn í ensku úrvalsdeildinni eru í sóttkví.

Nú er í gangi fundur með félögum ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þessi áætlun er kynnt. Búist er við því að hún verði samþykkt.

UPPFÆRT 10:46: Þetta hefur nú verið staðfest. Frestunin gildir einnig um deildirnar fyrir neðan úrvalsdeildina, þar á meðal Championship-deildina. Enska boltanum er því frestað en tímabilinu ekki aflýst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner