Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 13. júní 2018 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Ágúst Gylfa: Þeir voru peppaðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er virkilega ánægður. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Fylkismennirnir komu vel peppaðir í þetta og uppskáru hvert hornið á fætur öðru og maður var nánast með hjartað í buxunum allan leikinn. Þeir eru með 20 horn held ég en geggjaður sigur og vinna 2 - 0 var náttúrlega frábært. En eins og ég segi, ekki alveg okkar dagur en að vinna 2 - 0 það er frábært," sagði kátur Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

„Ég gef þeim fullt kredit fyrir þennan leik. Þeir voru peppaðir og gera vel og við náðum ekki okkar spili og þeir pressuðu okkur vel en eins og fyrir þá, því miður að þá náðu þeir ekki að skora á okkur úr öllum þessum hornum sem var í rauninni ótrúlegt.

Seinni hálfleikurinn að þá snérum við taflinu aðeins við og náðum aðeins betri leik og náðum að opna þá aðeins og nýta færin okkar."


Eins og fram kom í gær að þá er Hrvoje Tokic á leiðnni frá Blikum og danskur sóknarmaður á leiðinni eða er það ekki rétt?

„Jú hann er mættur hérna og horfði á leikinn og er semsagt að semja við okkur til tveggja ára og hann heitir Thomas Mikkelsen og er búinn að spila í þrjúr ár í skosku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður sem mun styrkja okkur verulega."

Að lokum. Ætlar þú til Rússlands?

„Sennilega ekki. Ekki nema einhver geri mér eitthvað gylliboð og biður mig um að koma með að þá kannski tek ég það en það er ekki skipulagt allavegana."

Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir