Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 13. júní 2018 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Ágúst Gylfa: Þeir voru peppaðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er virkilega ánægður. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Fylkismennirnir komu vel peppaðir í þetta og uppskáru hvert hornið á fætur öðru og maður var nánast með hjartað í buxunum allan leikinn. Þeir eru með 20 horn held ég en geggjaður sigur og vinna 2 - 0 var náttúrlega frábært. En eins og ég segi, ekki alveg okkar dagur en að vinna 2 - 0 það er frábært," sagði kátur Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

„Ég gef þeim fullt kredit fyrir þennan leik. Þeir voru peppaðir og gera vel og við náðum ekki okkar spili og þeir pressuðu okkur vel en eins og fyrir þá, því miður að þá náðu þeir ekki að skora á okkur úr öllum þessum hornum sem var í rauninni ótrúlegt.

Seinni hálfleikurinn að þá snérum við taflinu aðeins við og náðum aðeins betri leik og náðum að opna þá aðeins og nýta færin okkar."


Eins og fram kom í gær að þá er Hrvoje Tokic á leiðnni frá Blikum og danskur sóknarmaður á leiðinni eða er það ekki rétt?

„Jú hann er mættur hérna og horfði á leikinn og er semsagt að semja við okkur til tveggja ára og hann heitir Thomas Mikkelsen og er búinn að spila í þrjúr ár í skosku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður sem mun styrkja okkur verulega."

Að lokum. Ætlar þú til Rússlands?

„Sennilega ekki. Ekki nema einhver geri mér eitthvað gylliboð og biður mig um að koma með að þá kannski tek ég það en það er ekki skipulagt allavegana."

Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner