Valur er með elsta lið Bestu deildarinnar og Breiðablik það næstelsta. Leifur Grímsson birtir á X reikningi sínum samantekt yfir meðalaldur í íslenska boltanum miðað við spilaðar mínútur.
Reynslan virðist vega þungt því Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og Valur í því þriðja en Víkingur, sem er með fjórða elsta liðið, trónir á toppnum.
Yngstu liðin eru hinsvegar í vandræðum í deildinni. Fylkir er með yngsta liðið og situr í neðsta sæti. HK er næstyngst og er tveimur stigum frá fallsæti.
Reynslan tryggir þó ekki árangur í deildinni eins og sést með KA sem situr í fallsæti þrátt fyrir að vera með eitt elsta lið deildarinnar.
Reynslan virðist vega þungt því Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og Valur í því þriðja en Víkingur, sem er með fjórða elsta liðið, trónir á toppnum.
Yngstu liðin eru hinsvegar í vandræðum í deildinni. Fylkir er með yngsta liðið og situr í neðsta sæti. HK er næstyngst og er tveimur stigum frá fallsæti.
Reynslan tryggir þó ekki árangur í deildinni eins og sést með KA sem situr í fallsæti þrátt fyrir að vera með eitt elsta lið deildarinnar.
Tölfræði úr þremur efstu deildum karla. KFG yngsta liðið, Valur og Breiðablik þau elstu. KFG einnig með flesta uppalda (Stjörnumenn), Þór, Fylkir og fleiri háir þar líka. Landsbyggðaliðin að jafnaði með flesta erlenda leikmenn @Fotboltinet pic.twitter.com/1H4HZXxYSC
— Leifur Grímsson (@lgrims) June 12, 2024
Samanburðar tölfræði úr þremur efstu deildum í fótbolta karla pic.twitter.com/AqLLgSiHus
— Leifur Grímsson (@lgrims) June 11, 2024
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir