Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fim 13. júní 2024 08:22
Elvar Geir Magnússon
Valur og Breiðablik elstu liðin - Þau yngstu eru í vandræðum
Valur og Breiðablik eru elstu lið Bestu deildarinnar.
Valur og Breiðablik eru elstu lið Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er með elsta lið Bestu deildarinnar og Breiðablik það næstelsta. Leifur Grímsson birtir á X reikningi sínum samantekt yfir meðalaldur í íslenska boltanum miðað við spilaðar mínútur.

Reynslan virðist vega þungt því Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og Valur í því þriðja en Víkingur, sem er með fjórða elsta liðið, trónir á toppnum.

Yngstu liðin eru hinsvegar í vandræðum í deildinni. Fylkir er með yngsta liðið og situr í neðsta sæti. HK er næstyngst og er tveimur stigum frá fallsæti.

Reynslan tryggir þó ekki árangur í deildinni eins og sést með KA sem situr í fallsæti þrátt fyrir að vera með eitt elsta lið deildarinnar.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner