,,Við erum búnir að spila virkilega vel undanfarið, þetta er þriðji sigurleikurinn í röð í deild og bikar og sá fjórði í síðustu fimm leikjum, þannig að það er allt á uppleið í Vestmannaeyjum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir flottan 4-2 sigur ÍBV á Fjölni í dag.
,,Þetta var virkilega ljúft og hífir okkur aðeins upp töfluna, líka frábært að skora fjögur mörk hér í dag," sagði Siggi Raggi en þetta var fyrsti heimasigur ÍBV og fleytir liðinu upp í áttunda sæti.
,,Það er búið að vera markmiðið hans í sumar, að vera markahæstur í Pepsi-deildinni, og hann hefur alla burði til þess, mér finnst hann frábær senter" sagði Siggi Raggi aðspurður út í frammistöðu Jonathan Glenn en hann skoraði tvö mörk í leiknum í dag og er þar með orðinn markahæsti leikmaðurinn í sumar.
,,Við vitum að Þórarinn Ingi kemur í sumar og hann mun styrkja Eyjaliðið mjög mikið, frábær leikmaður og virkilega gott fyrir okkur að endurheimta hann, hann er búinn að fá reynslu erlendis og kemur til með að hjálpa okkur fyrir seinni hluta tímabilsins og m.a. undanúrslitaleik á móti KR," sagði Siggi Raggi að lokum en félagsskiptaglugginn opnar þriðjudaginn 15. júlí.
Athugasemdir